Við bjóðum upp á alhliða tannlæknaþjónustu fyrir alla aldurshópa ásamt sérfræðiþjónustu. Við leggjum áherslu á heilbrigði munns og tanna auk þess sem fagurfræði er ávallt höfð í fyrirrúmi.
Hjá Krýnu finnur þú fyrsta flokks tækjabúnað em gerir okkur kleift að veita góða og áreiðanlega þjónustu í þægilegu umhverfi.
TannskemMDIR
Segja má að tannskemmdir stafi af vexti og virkni baktería í munni. Allur matur getur valdið tannskemmdum ef bakteríur hafa fengið að þrífast óáreittar, þó að sykur og sæt matvæli séu óskaorkugjafar tannskemmdarbakteríanna.
Fyllingar
Plastfyllingar eru plastefni með íblönduðum fylliefnum sem auka núningsþol þeirra. Postulínsfyllingar er gott að grípa í þegar fylling er mjög stór þar sem þær eru endingarbetri og sterkari en plastið. Amalgamfyllingar, eða silfufyllingar, voru notaðar í tannlækningum áratugum saman en við hjá Krýnu höfum hætt notkun þess.
Við bjóðum upp á tvær tegundir af lýsingu tanna. Við getum búið til mjúkar plastskinnum sem laga sig að þínum tönnum til þess að geta lýst tennurnar heima eða þú getur komið til okkar í lýsingu á stofunni þar sem við hreinsum tennurnar og setjum lýsingarefni á þær ásamt hlífðarefni undir til þess að passa upp á heilsu tannanna.
Forvörnum gegn tannskemmdum ber að sinna strax frá uppkomu fyrstu tannar hjá börnum. Forvarnir snúast um að fyrirbyggja tannskemmdir og gott er að hafa í huga að: Heil tönn er betri en viðgerð tönn.
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) greiða almennar tannlækningar barna að 18 ára afmælisdegi. Því er aðeins greitt 2500,- kr árlegt komugjald fyrir barn.
Til að tryggja góða tannheilsu er mikilvægt að sinna forvörnum gegn tannskemmdum. Forvarnir felast í reglulegu eftirliti, tannhreinsun, fræðslu og
eigin munnhirðu.
Eigin munnhirða og góðar matar- og drykkjarvenjur hafa mikið að segja. Haltu tönnunum þínum hreinum með tannburstun með flúortannkremi kvölds og morgna og daglegri notkun tannþráðs.
Stundum er nauðsynlegt að setja krónu á tönn eða tennur en fyrir því geta legið nokkrar ástæður t.d. Ef tönn hefur gengist undir mikla fyllingavinnu, brotnað eða slitnað illa. Við hjá Krýnu notumst við fyrsta flokks tækjabúnað í gegnum allt ferlið til þess að ná sem bestri útkomu. Kynntu þér ferlið.
Með rótarfyllingu er markmiðið að lækna eða koma í veg fyrir sýkingu í tönn og kjálkabeini. Ef ekki er brugðist við sýkingu tannar getur skaðinn orðið óafturkræfur.
Tannplantar eru skrúfur gerðar úr titan málmi sem græddar eru í bein þar sem tannrót vantar. Á tannplöntum má síðan byggja tannkrónur, brýr, heila tanngarða ásamt því að festa gervitennur með smellum. Tannplantar henta öllum þeim sem hafa misst tönn, eða tennur, og hafa beinstuðning til að festa titanskrúfurnar.
Hjá Krýnu er sneiðmynda (CBCT) og breiðmynda (Orthopan) röntgenmyndatæki sem veitir þriðju víddina ásamt því að auka öryggi og greiningargetu.
Mán- fim. 08:10 – 17:00