Persónuverndarskilmálar

Persónuverndarskilmálar

Hvenær og af hverju vinnur Krýna ehf. með persónuupplýsingar?

Tímapantanir

Þegar þú bókar tíma skráum við nafn, kennitölu, símanúmer og netfang. Er tilgangur þess að geta veitt þér umbeðna þjónustu á tilteknum tíma og jafnframt geta haft samband við þig ef nauðsynlegt er að breyta eða finna nýjan tíma.


Tilvísanir til okkar

Þegar þér er vísað til okkar af öðrum sérfræðingum/meðferðaraðilum fáum við upplýsingar um nafn þitt, kennitölu og tannheilsu í þeim tilgangi að geta veitt þér viðeigandi meðferð.


Biðlisti

Ef þú kemst ekki strax að hjá okkur skráum við nafn þitt, kennitölu og þá þjónustu sem þú þarft á að halda á biðlista í þeim tilgangi að geta komið þér að þegar pláss losnar.


Sjúkraskrá

Á starfsmönnum Krýna ehf. hvílir skylda samkvæmt lögum nr. 55/2009 um sjúkraskrár að skrá með skipulegum hætti þau atriði sem nauðsynleg eru vegna meðferðar sjúklings í sjúkraskrá. Í hana skráum við því upplýsingar um framvindu tannheilsu þinnar og setjum jafnframt inn önnur gögn sem skipta máli, svo sem röntgenmyndir.


Tilvísanir frá okkur

Í vissum tilvikum vísum við þér til annarra sérfræðinga/meðferðaraðila sem veitt geta viðeigandi meðferð og miðlum við þá upplýsingum um nafn þitt og kennitölu. Jafnframt miðlum við nauðsynlegum upplýsingum um tannheilsu þína svo meðferðaraðili geti veitt þér viðeigandi meðferð.


Reikningagerð

Krýna ehf. innheimtir gjald fyrir þjónustu sem það veitir viðskiptavinum sínum og ber skylda á grundvelli laga að útbúa sölureikninga. Vinnur fyrirtækið þá með upplýsingar um þjónustuna sem þú fékkst og fjárhæðina sem þér ber að greiða.


Greiðslur og innheimta

Krýna ehf. vinnur með upplýsingar um greiðslur í þeim tilgangi að geta gætt hagsmuna sinna og sent kröfur í innheimtu ef nauðsyn ber til vegna vanskila.


Hafa samband eða fyrirspurn í gegnum heimasíðu

Þegar þú hefur samband eða sendir okkur fyrirspurn í gegnum heimasíðuna okkar vinnum við með upplýsingar um nafn þitt og netfang í þeim tilgangi að geta svarað fyrirspurn þinni.


Notkun á heimasíðu

Nauðsynlegar vefkökur. Þessar kökur eru nauðsynlegar svo heimasíðan okkar virki með eðlilegum hætti, til dæmis svo unnt sé að auðkenna innskráða notendur eða vita hvort notendur hafi samþykkt eða hafnað tilteknum vefkökum.


Tölfræðivefkökur. Krýna ehf. notar tölfræðivefkökur til að greina notkun á heimasíðu fyrirtækisins. Með því fást til dæmis upplýsingar um hversu margir notendur opna tilteknar undirsíður á heimasíðunni, hversu lengi þær eru skoðaðar, frá hvaða vefsíðum notendur koma inn á síðuna, hvaða efni var leitað að í leitarvélinni á síðunni og hvers konar vafra þeir nota til að skoða hana. Tilgangur þess er að fá fram tölfræðiupplýsingar sem eru notaðar til að betrumbæta og þróa vefsíðuna og þær upplýsingar sem þar eru birtar.

Share by: